miđvikudagurinn 29. maí 2013

Vortónleikar

Vortónleikar tónlistardeildar Súðavíkurskóla voru haldnir á sal skólans 24.maí sl.

Nemendur spiluðu hin hefðbundnu verk sem og frumsamið efni. Þá voru einnig sungin tvö frumsamin lög eftir hljómsveitina Boltinn. Þetta voru frábærir tónleikar og eiga nemendur og kennarar mikinn heiður skilinn.

miđvikudagurinn 29. maí 2013

Vinaviku lokiđ

Hinni árlegu vinaviku lauk með pomp og prakt þegar hver og einn upplýsti hver sinn "leynivinur" var og gaf honum barmmerki sem hann hafði búið til. Þessi vika er alltaf jafn skemmtileg og tillhlökkun á hverju ári.

ţriđjudagurinn 23. apríl 2013

Nemendur í unglingadeild til Danmerkur

Loksins, loksins er komið að ferðalagi nemenda okkar í unglingadeildinni. Það eru þau Milla og Pétur sem fara með nemendur okkar til Danmerkur á fimmtudaginn og verða fram á sunnudag. Það er löng helgi hjá okkur í skólanum þannig að nemendur missa einungis einn dag úr skóla en það er mánudagurinn 29.n.k. Það er komin mikil spenna í ferðalanga enda yfir miklu að hlakka til. Góða ferð og skemmtið ykkur í hófi kæru nemendur og starfsmenn

Fleiri fréttir

Vefumsjón