ţriđjudagurinn 20. ágúst 2013

Skólasetning Súđavíkurskóla 2013

Skólasetning Súðavíkurskóla verður á sal skólans fimmtudaginn 22.ágúst n.k. klukkan 16:30

 

Allir velkomnir

 

Skólastjóri

miđvikudagurinn 12. júní 2013

Skólaslit 2013

Skólaslit Súðavíkurskóla fóru fram á sal skólans 4.júní sl.

Að þessu sinni var verið að útskrifa 4 nemendur úr 10.bekk. Þeir voru kvaddir með gjöfum, góðum orðum og von um bjarta framtíð. Ég vil þakka öllum nemendum, starfsmönnum, foreldrum og öðrum þeim sem komu að skólanum þetta skólaárið fyrir frábært samstarf og óska öllum gleðilegs sumarfrís.

fimmtudagurinn 6. júní 2013

Heimsókn til Bolungarvíkur

Nemendur og starfsmenn Súðavíkurskóla fóru í heimsókn í grunnskólann í Bolungarvík. Þar var vel tekið á móti okkur og búið að skipuleggja ratleik. Öllum nemendum var skipt niður í hópa og var ein þrautin að finna fjársjóð í skóginum. Nemendur frá Súðavíkurskóla fundu fjársjóðinn og vakti það mikla gleði. Síðan voru ýmsar þrautir leystar í blíðskaparveðri. Þá var okkur boðið í mat og síðan haldið heim. Við þökkum öllum í grunnskóla Bolungarvíkur fyrir frábærar móttökur og samveru. Takk kærlega fyrir okkur:)

Fleiri fréttir

Vefumsjón