fimmtudagurinn 6. febrúar 2014

Lífshlaupiđ 2014

Það fer eflaust ekki fram hjá neinum sem eru í Súðavík að Lífshlaupið 2014 er hafið. Nú má sjá kennara og nemendur út um allt í þorpinu í ýmsum uppákomum. Það er verið að ganga, hlaupa, renna sér og fleira. Þessar tvær vikur sem Lífshlaupið stendur yfir eru allir mjög duglegir að hreyfa sig alveg sérstaklega mikið, enda hafa krakkarnir unnið til verðlauna á hverju ári.

miđvikudagurinn 29. janúar 2014

Kynning á Glímu

Í gær fengum við skemmtilega heimsókn í skólann, þegar Margrét Rúnarsdóttir og Hákon Óli komu með glímukynningu. Íþróttatímar nemenda í 4.-10.bekkjar voru settir undir til að læra allt um þessa þjóðaríþrótt okkar. Allir vour hæst ánægðir með afraksturinn og sjáum við nú að verið er að glíma í öllum hornum:)  Kærar þakkir Margrét og Hákon fyrir frábæra kynningu.

fimmtudagurinn 19. desember 2013

Jólakveđja

Kæru nemendur, foreldrar og allir aðrir nær og fjær

 

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

með kæru þakklæti fyrir allt á liðnum árum.

 

Starfsmenn Súðavíkurskóla

Fleiri fréttir

Vefumsjón