fimmtudagurinn 13. mars 2014

Nótan 2014

Nú er tónlistarhátíðinni Nótan lokið. Nokkrir nemendur okkar úr tónlsitardeildinni tóku þátt og gekk ljómandi vel.

Eggert og Jóhanna tónlistarkennarar okkar fóru með krökkunum í Borgarnes ásamt nokkrum foreldrum. Allir skemmtu sér vel og gekk ferðin vel. Innilegar hamingju óskir með frábæran árangur:)

miđvikudagurinn 12. mars 2014

Vinavika 2014

Nú stendur yfir vinavika í skólanum. Allir nemendur og starfsmenn draga nafn úr potti og það verður leynivinurinn þess sem dregur. Það þarf að gleðja leynivin sinn á hverjum degi t.d.með fallegu korti, ljóði, sögu eða smá gjöf.Að sjálfsögðu má ekki gefa upp hver leynivinurinn er þannig að það er mikið pukrast með að senda leynivini sínum:)  Allir gera sér barmmerki þar sem á stendur eitthvað fallegt og bera það þessa vikuna. Þá gera allir fallegt hjörtu með fallegum boðskap og hengja upp á tréð okkar góða. En leilknum lýkur á morgun og þá byrjar skólastjórinn á því að kalla upp sinn leynivin og gefur honum sitt barmmerki og síðan kallar sá á sinn leynivin og svo koll af kolli. Þessir dagar hafa alltaf gengið mjög vel, gott og hollt fyrir alla að huga að vináttu.

miđvikudagurinn 19. febrúar 2014

Ţorrablót Súđavíkurskóla

Föstudaginn 21.febrúar n.k. verður þorrablót Súðavíkurskóla  haldin í íþróttahúsinu klukkan 17:00

Bekkjarfulltrúar og aðrir foreldrar hafa staðið í ströngu við undirbúning blótsins, en allir nemendur leik- og grunnskóla ætla að sýna okkur hin ýmsu skemmtiatriði. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta, allir hjartanlega velkomnir.

Fleiri fréttir

Vefumsjón