föstudagurinn 17. október 2014

Sérkennari óskast

Súðavíkurskóli auglýsir eftir sérkennara í hlutastarf. Leitað er að sérkennara með sérsvið í einhverfumálum og kostur ef reynsla af vinnu með einhverfum einstaklingum er fyrir hendi. Allar nánari upplýsingar um starfshlutfall og fyrirkomulag veitir Hreinn Þorkelsson skólastjóri í  símum 456-4924 og 895-4485, einnig á netfanginu skolastjori@sudavik.is. Umsóknarfrestur til 24. október.

föstudagurinn 3. október 2014

Afleysingar

Nú er Hörður Steingrímsson umsjónarkennari elstu deildar farinn í fæðingarorlof, sem stendur til 13. desember. Við kennslu hans hafa tekið eftirfarandi:

Þorsteinn Haukur Þorsteinsson  leiðbeinandi hefur tekið við umsjónarkennarhlutverkinu, ásamt því að kenna upplýsinga- og tæknimennt, lifsleikni og náttúrufræði í elstu deild. Hann kennir líka stærðfræði í miðdeild og upplýsinga- ogt tæknimennt í yngstu deild. Þá hefur hann tekið að sér að sjá um tölvumálin hjá okkur.

Sveinbjörn Dýrmundsson, margreyndur íslenskukennarinn, tók að sér að kenna íslenskuna á elsta stigi.
Steinunn Ýr Einarsdóttir grunnskólakennari, kennir miðdeild og elstu deild íþróttir.

Linda Lee Bluett leiðbeinandi kennir yngstu deild íþróttir. 

Allt er þetta heimafólk, sem við kunnum bestu þakkir fyrir að bregðast vel við kallinu. Byrjunin hjá nýju fólki þessa fyrstu viku lofar góðu, allt gekk hnökralaust og ljúflega, börnin þæg, góð og dugleg. Vart er hægt að hugsa sér átakaminni skipti, fari fram sem horfir á komandi vikum. Þess óskum við auðvitað öll.

föstudagurinn 12. september 2014

Dćgradvöl

Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum í gær að keyra Dægradvöl af stað, þrátt fyrir fáar skráningar. Hún hefst því á mánudaginn og verður sem fyrr í umsjón Lindu Lee. Dagskráin lítur svona út:

Mánudagar kl 13:10-14:30

Miðvikudagar kl. 13:10-14:30

FImmtudagar kl. 13:10-15:45

Fleiri fréttir

Vefumsjón