ţriđjudagurinn 9. desember 2014

Óveđur í ađsigi?

Veðurspár eru ekki hagstæðar fyrir næsta sólarhringinn - það gæti orðið hvínandi bylur í dag og á morgun. Skólinn verður opinn í fyrramálið (7:45), en foreldranna er að meta hvort fært sé að senda börnin í skólann, verði öskrandi bylur.
Við viljum alls ekki að teflt sé í neina tvísýnu. Gangi okkur vel.

 

föstudagurinn 5. desember 2014

Ađventan heilsar

Nú styttist önnin óðfluga og starfsemin dregst smám saman saman í aðdraganda jólanna. Sundferðirnar renna sitt skeið til enda í næstu viku og síðasti dagur hjá mötuneytinu er þriðjudagurinn 16. desember. Prófin hefjast í næstu viku, n.t.t. þann 8. desember og verða lögð fyrir í tímunum skv. stundaskránni. Síðust kennsludagarnir skv. skólaalmanakinu eru mánudagur 15. og þriðjudagurinn 16. des. Þá sinnum við jólaföndri og undirbúningi fyrir jólagrín og litlu-jól, ásamt og með prófunum og öðrum venjubundnum verkefnum. Starfsdagur verður miðvikudaginn 17. foreldraviðtöl fimmtudaginn 18. og litlu jól 19. des.   Próftaflan er hér.

fimmtudagurinn 23. október 2014

Verkfall tónlistarkennara

Miðvikudaginn 22. október skall á verkfall tónlistarkennara. VIð vonum auðvitað að það vari stutt og valdi ekki mikilli truflun á námi þeirra mörgu barna sem stunda tónlistarnám. Það er vísast einsdæmi það háa hlutfall nemenda í Súðavíkurskóla sem er í tónlistarnámi ... og ein okkar stærsta skrautfjöður.  

Fleiri fréttir

Vefumsjón