fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

Árshátíđ framundan

Árshátíð Sðavíkurskóla verður haldin nk, laugardag 7. mars kl. 14:00
Æfingar eru nú á fullu í Samkomuhúsinu, ásamt leiktjaldagerð og búningagerð!

Veikindi hrjá okkur eilítið, en vonandi standa menn uppréttir fram yfir helgi! ;-)

Náttfataball verður í Kofraseli nk. föstudag 6. mars (muna náttfötin)!

Lifið heil,

fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

Enginn skóli í dag, fimmtud 26. feb

Vegna stórviðris fellur allt skólahald niður í dag 26. febrúar, í Súðavíkurskóla (leik-, tónlistar- og grunnskóla).   SCHOOL IS CLOSED TODAY .. 26. Feb .. because of bad weather 
Fólk hefur verið hvatt til þess að vera ekki á ferðinni - halda sig heima.

Vonandi verða veður orðin skapleg á morgun. Vinsamlegast fylgist með fréttum hér á síðunni.

Skólastjóri

miđvikudagurinn 25. febrúar 2015

Líkur á skólahaldi litlar

Þar sem veðurútlit í fyrramálið (fim 26. feb) er sérstaklega óálitlegt - eru líkur á skólahaldi litlar.
Ákveðið hefur verið að taka stöðuna í fyrramálið og gefa út lokaákvörðun í málinu - strax upp úr klukkan 7:00
Foreldrar hafa eftir sem áður fullan rétt á að halda börnunum heima í slæmu veðri.
Ég mun senda tölvupóst á alla og setja inn tilkynningu hér á heimasíðunni.

Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón