föstudagurinn 20. mars 2015

Sólmyrkvinn skođađur

Allur skólinn lagði land undir fót í morgun og hélt 'niður' í Raggagarð að skoða sólmyrkvann. Veðrið lék við mannskapinn, sem búinn var sérhönnuðum gleraugum og ekki var skýjað til vandræða. Allt gekk þetta ljómandi vel og velflest barnanna voru áhugsöm um fyrirbærið, og spurðu margs, en önnur vildu frekar leika sér. 
Allir sneru heim sáttir og glaðir eftir góða vettvangsferð.



miđvikudagurinn 18. mars 2015

Sólmyrkvi og skíđaferđ

SÓLMYRKVI:  Á föstudaginn munum við  öll tölta yfir í Raggagarð og fylgjast með sólmyrkvanum, með sérstök gleraugu á nefjunum. Þetta er merkilegur viðburður og vonandi verður veðrið hliðhollt okkur. Kennarar hafa kynnt þetta fyribæri og rætt og við munum líka nýta okkur þennan viðburð eftir á.´
SKÍÐAFERÐ:  Á prjónunum er að fara í skíðaferð yfir í Skutulsfjörð nk. þriðjudag - verði veðrið hagstætt. Töluverður spenningur hefur þegar myndast hjá nemendum, enda feiknalega gaman í brekkunum - á skíðum eða sleðum og þotum.
Auk kennara skólans verða 4 fulltrúar foreldra með (amk) til þess að stýra, gæta að og segja til. Farið verðu með rútu og stefnt að því að vera komin í brekkurnar kl. 10:00  
Reiknað er með að skíða a.m.k. til kl. 13:00 og vera þá komin heim undir kl. 14:00 

mánudagurinn 9. mars 2015

Glćsileg leiksýning

Frammistaða leikaranna á árshátíðinni var að mínu mati stórgóð!

Leiksigrarnir unnust þarna hver af öðrum - jöfn frammistaða allra nemendanna einkenndi sýninguna.

Velfestir hnökrarnir hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar á hólminn var komið.

Þátttaka yngstu barnanna skreytti verkið og gaf blíða tóna - og fyrirheit til framtíðar.

Til hamingju nemendur Súðavíkurskóla.

Fleiri fréttir

Vefumsjón