Skólasetning 2015
Skólasetning Súðavíkurskóla verður föstudaginn 21.ágúst n.k á sal skólans klukkan 16:00
Allir hjartanlega velkomnir
Skólastjóri
Skólasetning Súðavíkurskóla verður föstudaginn 21.ágúst n.k á sal skólans klukkan 16:00
Allir hjartanlega velkomnir
Skólastjóri
Súðavíkurskóla var slitið í gær 4. júní
Skólastjóri flutti ræðu sína, umsjónarkennarar afhentu einkunnir og skírteini, 10. bekkingar voru útskrifaðir og þeir félagarnir, sem prýða myndina hér til hliðar, kvöddu með stæl; kölluðu alla kennara sína upp á svið og afhentu rós og sætindi í kveðjugjöf. Pétur sveitarstjóri kvaddi starfandi skólastjóra. Eggert og skólahljómsveitin léku eitt lokalaglag - og skólastjóri sleit skólanum. Allir gengu glaðir og heilir út í sumarið! Kæra þökk.
Við áttum saman framúrskarandi miðvikudag í gær. Fórum með Benedikt Vatnsfirðingi rútubílstjóra inn í Reykjanes í hæglátri, þurri norðangolu. Þar gengum við smávegis, inn að gömlu lauginni, skoðuðum Saltverkið og auðvitað var farið í sund!! Í góðan klukkutíma svömluðu börnin og ærsluðust, busluðu og köfuðu, köstuðu og stukku. Síðan grilluðum við pylsur og drukkum Svala í frábærri tjaldsvæðisaðstöðunni þeirra Reyknesinga. Á heimleiðinni stoppuðum við í Litla-Bæ og skoðuðum hús og híbýli manna og dýra. Svo þáðum við dýrindis vöfflur hjá staðarhöldurunum Sigríði og Kristjáni. Þess má og geta að allnokkrir hnúfubakar óðu út Skötufjörðinn þegar við ókum fyrir hann á heimleiðinni. Þvílík veisla sem dagurinn var.