föstudagurinn 18. desember 2015

Jólagrín

Hið árlega jólagrín Súðavíkurskóla fór fram í gær. Leikskólanemendur sungu nokkur lög, tónlistanemendur spiluðu og grunnskólanemendur sýndu frumsamin jólaleikrit, að lokum sýndu nemendur og starfsmenn línudans. Sýningin tókst mjög vel og allir virtust skemmta sér hið besta.

Í dag höldum við ,,Litlu jólin,, að þeim loknum er komið jólafrí. Starfsdagur starfsmanna verður 4.janúar og skóli hefst aftur þriðjudaginn 5.jan.

Fyrir hönd Súðavíkurskóla óska ég nemendum, starfsmönnum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með kæru þakklæti fyrir árið sem er að líða.

mánudagurinn 16. nóvember 2015

Dagur íslenskrar tungu

Í dag höldum við upp dag íslenskrar tungu á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar skálds. Í tilefni þess koma allir nemendur saman á sal þar sem við syngjum saman og hlustum á upplestur á ýmsu efni. Í dag byrjuðu leilkskólanemar á að taka lagið og síðan lásu allir nemendur skólans upp efni að eigin vali. Það fellst mikill lærdómur í því að koma fram fyrir framan aðra og að sitja kyrr og hlusta. Til hamingju með daginn.

mánudagurinn 16. nóvember 2015

Leiksýningin Búkolla

Mánudaginn 9.nóv sl, fengum við Elvar Loga í heimsókn með sýninguna Búkollu.

Elvar Logi er nemendum skólans vel kunnugur þar sem við höfum verið þess aðnjótandi að fá sýningar hans hingað og alltaf hefur hann slegið í gegn. Þessi sýning var engin undantekning, allt gekk vel og mikil ánægja með hana.

Fleiri fréttir

Vefumsjón