ţriđjudagurinn 15. mars 2016
Árshátíð Súðavíkurskóla tókst glæsilega vel. Allir nemendur skólans tóku þátt í verkinu um konungsdótturina sem ekki gat sofið. Jóhanna Rúnarsdóttir kennari í tónlistardeild skólans sá um útfærslu á tónlistinni í verkinu, kennarar skólans sáu um uppsetningu sviðs og útfærslu sem og alla búninga, auk allra æfinga. Starfsmenn leikskólans sáu um æfingar hjá sínum nemendum. Ég vil þakka öllu þessu frábæra starfsfólki Súðavíkurskóla fyrir þeirra framlag og auðvitað nemendum skólans fyrir hreint út sagt frábærann leik.
Ekki má gleyma að þakka foreldrum sem sáu um kaffihlaðborð að sýningu lokinni. Þar svignuðu borðin af þvílíkum hnallþórum og öðrum kræsingum. Kærar þakkir til ykkar allra, þið stóðuð ykkur með sóma.