fimmtudagurinn 25. febrúar 2016

Ţorrablót Súđavíkurskóla 2016

Hið árlega þorrablót Súðavíkurskóla var haldið með pomp og prakt sl föstudag á sal skólans. Foreldrar sem kosnir eru bekkjarfulltrúar sjá um að koma þessari skemmtun á laggirnar með nemendum og eiga mikið hrós skilið fyrir góða vinnu. Nemendur skólans sáu um skemmtiatriði sem voru hreint út sagt frábær. Leikskólanemendur riðu á vaðið og sungu og síðan komu grunnskóla-nemendur með nokkra leikþætti. Að lokum sungu nemendur úr tónlistarskólanum frumsamið lag. Foreldrar og gestir nutu matar síns og sungu nokkur lög á meðan borðhaldi stóð. Ekki var annað að sjá en að allir skemmtu sér konungleg, myndir af blótinu eru komnar inn á síðuna í almbúið Þorrablót.  Allir sem komu að blótinu fá innulegustu þakkir fyrir frábæra skemmtun.

fimmtudagurinn 18. febrúar 2016

Ţorrablót Súđavíkurskóla

Á morgun föstudaginn 19.feb verður hið árlega þorrablót Súðavíkurskóla haldið á sal skólans.

Blótið hefst klukkan 17:00. Þið mætið með mat og drykk og nemendur halda uppi fjörinu.

Allir hjartanlega velkomnir.

fimmtudagurinn 11. febrúar 2016

Grímuball 2015

Grímuball er alltaf haldið á öskudag í Súðavíkurskóla. Þar hittast allir og flestir í búningum, farið er í leiki og mikið dansað og ekki má gleyma að slá nammið úr kassanum.

Að loknu balli er gengið í hús og maskað, þar fá allir greitt í nammi fyrir fallegan söng. Mikil spenna ríkir um búninga en allt er þetta nú gert í glensi og gamni.

Fleiri fréttir

Vefumsjón