Vann til verđlauna
Hann Ísak Dýri Arnarson, nemandi í 3. bekk, vann til verðlauna á bókahátíðinni sem haldin var á Flateyri í mars. Þrír aðilar unnu til verðlauna fyrir ljóð sín og var Ísak Dýri einn af þeim. Verðlaunin eru kajakróður með fjölskyldu sinni í sumar. Við í Súðavíkurskóla erum afskaplega stolt af okkar manni og óskum honum innilega til hamingju.
Glímumót grunnskóla 2014
Í morgun var haldið glímumót grunnskóla á norðanverðum Vestfjörðum. Nemendur í 5.-10.bekk var boðið þátttaka.
Sex nemendur úr okkar skóla tóku þátt og komu heim með eitt gull og eitt silfur. Frábært hjá þeim og innilegar hamingju óskir með þennan árangur. Mikill áhugi kviknaði á þessari þjóðaríþrótt eftir að Margrét og Hákon (Ísafirði) komu hingað og voru með kynningu á glímu.