fimmtudagurinn 5. desember 2013

Leiksýningin Bjálfansbarniđ

Miðvikudaginn 4.des sl, var leiksýningin "Bjálfansbarnið" sýnd á sal Súðavíkurskóla. Þar fór Elvar Logi að kostum eins og honum er einum lagið. Allir voru hæst ánægðir með sýninguna. Við þökkum kærlega fyrir frábæra sýningu

föstudagurinn 8. nóvember 2013

Árshátiđ Súđavíkurskóla

 

Árshátíð Súðavíkurskóla 2013-2014 verður haldin í Samkomuhúsinu laugardaginn 9.nóvember n.k.og hefst klukkan 14:00.

Í ár ætla nemendur leilk- og grunnskóla að sýna hið vinsæla verk, Dýrin í Hálsaskógi og við lofum góðri skemmtun:)

Hið margrómaða kaffihlaðborð foreldrafélagsins verður á sal skólans og hefst kl.15:30. Minnum á að greiða þarf með peningum (ekki tekið við kortum). Verð: 700.-kr fyrir grunnskólabörn.  1500.- kr fyrir fullorðna. Frítt fyrir ellilífeyrisþega og börn 5 ára og yngri.

 

Allir hjartanlegar velkomnir

miđvikudagurinn 2. október 2013

Litla íţróttahátíđin 2013

Hin árlega "litla íþróttahátíðin" verður haldin á Flateyri n.k. föstudag 4.október.

Þarna verða ýmsir leikir og uppákomur fyrir nemendur í 1.-6.bekk frá Súðavík

Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.

Farið verður héðan klukkan 8:00 og nemendur þurfa að taka með sér nesti, áætlað

er að koma heim í hádeginu.

Þá má geta þess að hin árlega íþróttahátíði í Bolungarvík verður haldin föstudaginn 11.okt n.k.

en þá fá unglingarnir okkar að taka þátt. Nánar auglýst síðar heim.

Fleiri fréttir

Vefumsjón