ţriđjudagurinn 22. maí 2012

Útskriftarferđ frá leikskólanum

Í gær, mánudaginn 21.maí var útskriftarferð elstu nemenda leikskóladeildarinnar.

Það eru tveir nemendur að útskrifast og fóru þeir með kennara sínum m.a. í heimsókn á

náttúrugripasafnið í Bolungarvík. Í lok ferðar var farið á veitingastaðinn Ömmu Habbý og

sögðu nemendurnir að þetta hefði verið frábær ferð og þá er tilgangnum náð.

ţriđjudagurinn 22. maí 2012

Vortónleikar tónlistardeildar Súđavíkurskóla

Sunnudaginn 20.maí sl, voru vortónleikar tónlistardeildar Súðavíkurskóla haldnir á sal skólans.

Í vetur voru 17 nemendur í tónlistarnámi og er það mjög hátt hlutfall af öllum nemendum skólans.

Tónleikarnir tókust prýðilega og voru áhorfendur afskaplega ánægðir með þá. Öllu tónlistarnámi er

formlega lokið að þessu sinni. Ég vil þakka kennurum tónlistardeildarinnar sem og nemendum fyrir

frábæran vetur, þið eruð skólanum til mikils sóma.

föstudagurinn 18. maí 2012

Blátt áfram međ sýningu

Miðvikudaginn 16.maí sl, fengu nemendur Súðavíkurskóla heimsók frá Blátt áfram. Það voru þær Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sem stjórnuðu brúðum í leikþættinum "Krakkarnir í hverfinu,,

Krakkarnir í hverfinu, er leikþáttur þar sem brúður eru notaðar til að fræða börnin um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Fræðslan felst í því að brúðurnar ræða saman um það sem þær hafa lent í.

Að þessu sinni er sýningin fjármögnuð af þremur ráðuneytum – menntamála- velferðar- og innanríkisráðuneyti. Svo hafa landsmenn verið að leggja okkur lið með kaupum á diskum, ljósum og ýmsu öðru stuðningi. Faglegur stuðningur við Krakkana í hverfinu fékkst frá Barnahúsi og félagsþjónustunni í Reykjavík. 

 

Fleiri fréttir

Vefumsjón