föstudagurinn 30. mars 2012

Páskafrí

Kæru nemendur, foreldrar og starfsmenn

 

Páksafrí Súðavíkurskóla hefst á mánudaginn 2.apríl og hefst skólinn aftur þriðjudaginn 10.apríl klukkan 8:10

Vonandi eiga allir gott páskafrí framundan, gleðilega páska

 

Skólastjóri

ţriđjudagurinn 27. mars 2012

Alda Marín vinnur stóru upplestrarkeppnina

Alda Marín Ómarsdóttir úr Súðavíkurskóla sigraði Stóru Upplestrarkeppnina sem haldin var í Hömrum á Ísafirði sl föstudag. Natalía Snorradóttir frá Þingeyri varð í öðru sæti og Hákon Ernir Hrafnsson frá GÍ Ísafirði varð í þriðja sæti.  Við óskum öllum keppendum hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Alda mín þú varst skólanum þínum og okkur öllum til mikils sóma, takk fyrir frábæra frammistöðu.

Egill, Slavyan og Eggert á góđri stund.
Egill, Slavyan og Eggert á góđri stund.
1 af 2

Síðastliðna helgi lögðu nokkrir nemendur Tónlistarskóla Súðavíkur land undir fót, undir styrkri forystu Jóhönnu Ólafar Rúnarsdóttur tónmenntakennara og Eggerti Nielsen gítarkennara, og héldu suður á bóginn, nánar tiltekið til Akraness, þar sem uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins, Nótan, fór fram. Þar kepptu nemendurnir í tónsmíðakeppni, með lagi Egils Bjarna Vikse, sem ber nafnið Týnda stúlkan, um sæti í lokakeppni Nótunnar sem fram fer í Hörpunni seinna í vor. Lagið hlaut ágætar viðtökur hjá áhorfendum og dómurum og fékk að lokum viðkenningu fyrir frumsamið verk. Frábær árangur hjá Jóhönnu sem haldið hefur utan um þátttöku Súðvíkinga í þessari keppni frá upphafi.

 

Við óskum Agli og meðspilurum hans, Eggert Nielsen sem aðstoðaði strákana undir lokin og Jóhönnu sem var allt í öllu til hamingju með gott gengi.   

Fleiri fréttir

Vefumsjón