ţriđjudagurinn 20. febrúar 2007

Ný dagsetning á ţorrablót

Þorrablótið sem vera átti þann 8. febrúar sl. hefur nú fengið nýja dagsetningu, en það verður haldiðþriðjudaginn 27. febrúar kl. 17.00.  Enn hafa veikindi sett strik í reikninginn, en við búumst við að allir verði komnir í góðan gír og geti æft eitthvað fyrir þennan dag.

 

Einnig hefur verið fundin ný dagsetning fyrir árshátíð, þar sem afar stutt yrði annars milli þorrablóts og árshátíðar.  Mánudagurinn 30. apríl kl. 17.00 teljum við henta vel þar sem vinir okkar frá Færeyjum verða komnir í heimsókn og þá geta þeir einnig notið skemmtiatriða sem á boðstólnum verða.  Við munum hins vegar auglýsa árshátíðina betur þegar nær dregur. 

mánudagurinn 12. febrúar 2007

Lćrt um fiska

Kyssileg hrognkelsi, veltenntur steinbítur og fróđleiksfúsir krakkar
Kyssileg hrognkelsi, veltenntur steinbítur og fróđleiksfúsir krakkar

Í Súðavíkurskóla reynum við að nota umhverfið eins mikið og kostur er við námið og kennsluna. Nemendur 4. og 5. bekkjar eru að læra um þorkeldið í kvíunum á firðinum framan við þorpið og það sem þar fer fram. Sá mæti maður, Gummi Konn, var svo góður að veiða nokkra fiska og setja þá lifandi í kar fyrir krakkana. Þetta vakti mikla lukku hjá námsfúsum kökkunum sem grandskoðuðu hrognkelsin, steinbítinn og kolann sem í karinu voru. Brátt munu nemendur kryfja þorsk úr eldiskvíunum og meðal annars athuga hvort lifrin í eldisfiskum sé eins stór og haldið er fram. Í vetur munu börnin svo fá að fylgjast með fóðrun þorsksins og gera nokkrar vísindalegar mælingar á vexti hans. Það er alltaf gaman skólanum og ekki er verra að eiga sér velunnara meðal sjómannana við eldiskvíarnar. Afrakstur vinnunnar verður svo kynntur fyrir foreldrum og öðrum "þorpurum" á vormánuðum. 
DH

miđvikudagurinn 7. febrúar 2007

Ţorrablóti frestađ !

Þorrablóti nemenda Súðavíkurskóla sem vera átti á morgun, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Frestunin kemur til sökum veikinda sem hafa haft þau áhrif að æfingar á leikritum og öðrum atriðum hefur ekki verið sem skildi, auk þess sem ekki er vitað hversu margir skila sér fyrir morgundaginn. Við munum tilkynna hér á síðunni þegar ný dagsetning verður ákveðin.
Með þorrakveðju,
kennarar

Fleiri fréttir

Vefumsjón