Frábćr árangur í Skólahreysti
Síðastliðinn sunnudag fór fram keppni í Skólahreysti í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði. Það er skemmst frá því að segja að okkar fólk stóð sig afar vel í keppninni, en það voru þau Alexander Bjarki Svavarsson, Kristján Andri Jónsson, Sigríður Á. Finnbogadóttir og Guðbjörg Ebba Högnadóttir sem kepptu fyrir hönd Súðavíkurskóla. Við fengum þær Sigríði og Ebbu lánaðar frá Grunnskóla Bolungarvíkur og kunnum við þeim kærar þakkir fyrir. Að sama skapi viljum koma á framfæri þökkum til aðstandenda keppninnar, því þetta er verðugt framtak til að efla táp og hreysti unglinga í landinu.