miđvikudagurinn 28. mars 2007

Frábćr árangur í Skólahreysti

Síðastliðinn sunnudag fór fram keppni í Skólahreysti í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði. Það er skemmst frá því að segja að okkar fólk stóð sig afar vel í keppninni, en það voru þau Alexander Bjarki Svavarsson, Kristján Andri Jónsson, Sigríður Á. Finnbogadóttir og Guðbjörg Ebba Högnadóttir sem kepptu fyrir hönd Súðavíkurskóla. Við fengum þær Sigríði og Ebbu lánaðar frá Grunnskóla Bolungarvíkur og kunnum við þeim kærar þakkir fyrir.  Að sama skapi viljum koma á framfæri þökkum til aðstandenda keppninnar, því þetta er verðugt framtak til að efla táp og hreysti unglinga í landinu.

föstudagurinn 23. mars 2007

Keppni í skólahreysti frestađ!

Keppni í skólahreysti sem sett var á fimmtudaginn 22. mars, hefur verið frestað fram á sunnudag kl. 13.00 og mun hún fara fram í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði.  Við óskum þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og hvetja þá Kristján og Alex, þar sem þeir etja kappi við lið frá Bolungarvík, Ísafirði og Þingeyri.  Við vorum svo heppin að geta fengið tvær stúlkur frá Bolungarvík til að fylla upp í lið okkar og því hvetjum við þær að sjálfsögðu líka. Nánari upplýsingar um keppnina fást á http://www.icefitness.is/ 

ţriđjudagurinn 20. mars 2007

Fréttatilkynning 15. mars 2007

Heimili og skóli óskar eftir tilnefningum til foreldraverðlauna


Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða veitt 15.maí 2007 í 12. sinn. Að auki verða veitt  hvatningarverðlaun til einstaklinga og skóla ef tilefni þykir til. 

...
Meira

Fleiri fréttir

Vefumsjón