ţriđjudagurinn 24. apríl 2007

Árshátíđ

Frestuð árshátíð Súðavíkurskóla verður loks haldin mánudaginn 30. apríl kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá auk þess sem foreldrafélagið sér um glæsilegar veitingar að venju. Aðgangseyrir er 700 kr. fyrir 16 ára og eldri, 300 kr. fyrir 6-15 ára en frítt fyrir yngri en 6 ára og ellilífeyrisþega. Við vonum að sjálfsögðu að sem flestir sjái sér fært að mæta, því það verður glimrandi stemning. Nemendur 6.-7. bekkjar Fuglafjarðarskóla í Færeyjum verða viðstaddir, en þeir koma í heimsókn á sunnudaginn og verða fram til miðvikudags. Það er ætlun okkar að gera heimsókn þeirra sem ánægjulegasta, því þeir tóku svo sannarlega vel á móti okkur þegar við heimsóttum þá árið 2005.

mánudagurinn 9. apríl 2007

Starfsdagur á mánudaginn

Næstkomandi mánudag, 12. mars, verður starfsdagur hér í skólanum sem gerir það að verkum að nemendur mæta ekki í skólann þann dag. Þeir eiga hins vegar að mæta galvaskir á þriðjudaginn kl. 08.10 eða samkvæmt stundaskrá.

Með kveðju, 
kennarar Súðavíkurskóla

föstudagurinn 30. mars 2007

Páskafrí framundan

Þá er komið að páskafríi hjá nemendum, en kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 10. apríl samkvæmt stundaskrá. Það er ósk okkar að allir hafi það sem best yfir páskana og gæti sín á að borða ekki yfir sig af páskaeggjum. 

Kv. kennarar og starfsfólk Súðavíkurskóla

Fleiri fréttir

Vefumsjón