miđvikudagurinn 30. janúar 2008

Ţorrablót

Á morgun fimmtudaginn 31. janúar verður haldið hið árlega þorrablót nemenda Súðavíkurskóla og hefst gleðin kl. 17:00 á sal skólans. Foreldrar mæta með börnum sínum  ásamt fullu trogi af  þorramat. Þá verður í boði söngur, dans, glens og gaman og allir taka að sjálfsögðu þátt í skemmta sér og öðrum. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta og eru allir velkomnir.

 

Starfsfólk Súðavíkurskóla

Habbý í hástökki
Habbý í hástökki

Mjög góður árangur náðist hjá nokkrum nemendum Súðavíkurskóla í skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express sem fram fór fyrr í vor.  Þrautin fór fram með þeim hætti að allir nemendur 5. og 6. bekkjar skólans voru mældir í þremur greinum og árangur reiknaður út frá því.  Greinarnar voru eftirfarandi: 120 m hlaup, hástökk og kúluvarp (2 kg. kúla).

...
Meira
miđvikudagurinn 23. maí 2007

Dagskráin í skólalok

Þá fer senn að líða að lokum þessa skólaárs og nemendur orðnir ólmir að komast út í þetta yndislega sumar! Dagskráin á næstunni verður á þann hátt að á föstudaginn 25. maí verður starfsdagur kennara og því frí hjá nemendum. Mánudagur 28. maí er frídagur einnig eins og gefur að skilja en foreldraviðtöl verða síðan þriðjudaginn 29. maí. Nemendur hafa nú þegar fengið upplýsingar á miða um það hvenær þeir skulu mæta ásamt foreldrum sínum.

...
Meira

Fleiri fréttir

Vefumsjón