mánudagurinn 15. september 2008

Kennaraţing Vestfjarđa

Föstudaginn 19. n.k. verður hið árlega kennaraþing Vestfjarða haldið að Holti og hefst kl.11:00. Kennarar Súðavíkurskóla fara á þetta þing kl. 10:30 og verður því breyting á hefðbundinni kennslu þann daginn með því að nemendur verða í lestíma og síðan heimanámi undir stjórn skólastjóra fram að hádegi.

Kveðja  Skólastjóri

mánudagurinn 15. september 2008

Starfsdagur

Föstudaginn 26. n.k. verður starfsdagur í Súðavíkurskóla. Þá munu allir starfsmenn skólans fara suður og skoða skóla í Reykjanesbæ sem hafa innleitt Uppbyggingarstefnuna. Það er von okkar að geta lært af þeim sem lengra eru komnir með innleiðingu þessarar stefnu.

Skólastjóri

miđvikudagurinn 28. maí 2008

Gróđursetning, grill og skólaslit

Föstudaginn 30. maí n.k. mæta nemendur í skólann kl.9:00, þá verður farið upp í hlíðina fyrir ofan nýja þorpið og gróðursettar tæpar 200 plöntur. Allir nemendur og starfsmenn skólans eiga eitt tré sem merkt er með nafnspjaldi, það tré er mælt og skráð í trébók skólans en einnig er hreinsað frá plöntum. Að þessu loknu er farið í skólann og grillaðar pylsur og farið í leiki.
Skólaslit Súðavíkurskóla verða haldin á sal skólans og hefjast kl.17:00 allir hjartanlega velkomnir.

Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón