miđvikudagurinn 28. maí 2008

Ferđ í Reykjanes

Í dag miðvikudaginn 28.maí mæta nemendur með foreldrum sínum í foreldraviðtöl í skólanum, áætlað er að þeim ljúki fyrir hádegi. Kl.13:00 fara allir nemendur skólans ásamt kennurum inn í Reykjanes. Farið verður sjóleiðina og gist þar eina nótt. Það er mikil stemming fyrir ferðinni og ekki skemmir veðurblíðan fyrir. Það er vonandi að allir skemmti sér vel en áætluð heimkoma er fyrir hádegi á morgun.

Skólastjóri

ţriđjudagurinn 1. apríl 2008

Árshátíđ Súđavíkurskóla

Árshátíð skólans var haldin í Samkomuhúsi staðarins sl. laugardag og tókst í alla staði frábærlega vel. Allir nemendur skólans og elstu nemendur leikskólans frumfluttu ævintýrasöngleikinn "Skilaboðaskjóðuna" eftir Þorvald Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson. Leikritið var stytt og útfært af kennurum, svo hæfði nemendum. Rúna Esradóttir sá um útfærslu og flutning á allri tónlist með aðstoð nemenda sinna úr tónlistarskólanum.
Það er óhætt að segja að nemendur fóru á kostum og sýningin tókst í alla staði vel. Að sýningu lokinni bauð foreldrafélagið upp á kaffi og góðgæti í skólanum. Mikil ánægja var meðal þorpsbúa með þessa stórbrotnu árshátíð skólans.

ţriđjudagurinn 5. febrúar 2008

Bolludagur

Mánudaginn 4. feb. sl. eða á Bolludaginn mætti heimilisfræðikennarinn (Lilja Ósk) snemma í skólann til að baka bollur fyrir alla. Hún fékk nokkra til liðs við sig og m.a. voru það skólastjórinn, leikskólastjórinn ásamt nemendum 0.-3.bekkjar og kennara þeirra hana Halldóru. Allt þetta lið bakaði bollur með öllu tilheyrandi og var síðan öllum boðið upp á bollur í morgunmatshléinu, en að sjálfsögðu var einnig hægt að fá sér hefðbundinn morgunverð.
Þetta tókst afskaplega vel og voru allir ánægðir með þessa uppákomu sem vonandi verður árlega héðan í frá:)

Fleiri fréttir

Vefumsjón