ţriđjudagurinn 9. desember 2008

Starfsdagur

Miðvikudaginn 17. desember n.k. er starfsdagur í skólanum og eiga nemendur þá frí að öllu leyti nema að nemendur í 1. - 6. bekk eiga að mæta í sund. Rútan kemur íþróttahússmegin líkt og vanalega kl. 13:20.

ţriđjudagurinn 9. desember 2008

Litlu jólin

Hin árlegu Litlu jól verða haldin föstudaginn 19. desember n.k. Nemendur mæta í skólann klukkan 10:00 og hafa með sér pakka merktan ,,til þín - frá mér,, og má kosta 100 - 500 kr, einnig eiga þeir að koma með kerti, gos og nammi (500.-kr) og að sjálfsögðu jólaskapið. Litlu jólunum lýkur um hádegi og er þá komið jólafrí í skólanum.
Nemendur eiga að mæta að loknu jólafríi, í skólann mánudaginn 5. janúar kl. 9:00

ţriđjudagurinn 11. nóvember 2008

Nemendur vinna til verđlauna

Súðavíkurskóli hefur ávallt verið rómaður fyrir myndmenntir á veggjum skólans. Nemendur hafa alltaf verið duglegir í myndmennt og hafa mörg listaverk litið dagsins ljós hérna í skólanum í gegnum árin. Fyrir skömmu tóku nemendur 5.-6. og 7. bekk þátt í teiknisamkeppni á vegum Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og Pennans. Þar unnu 4 nemendur Súðavíkurskóla til verðlauna. Dugnaði nemenda má ekki síst þakka metnaðarfullum myndmenntakennara skólans, Dagbjörtu Hjaltadóttur sem hvatt hefur nemendur til dáða í gegnum árin. 
Til hamingju með þennan frábæra árangur, Dagga og nemendur. 

Fleiri fréttir

Vefumsjón