miđvikudagurinn 25. febrúar 2009

Öskudagur

Í dag öskudag verður hið árlega grímuball haldið á sal skólans kl. 17:00.  Það er foreldrafélagið sem sér um ballið og eru allir hjartanlega velkomnir.

miđvikudagurinn 25. febrúar 2009

Skólaskipiđ Dröfn

Fimmtudaginn 26. febrúar n.k. fara nemendur úr 9. og 10.bekk út á sjó með skólaskipinu Dröfn. Þar fá þeir að kynnast ýmsu er tengist sjómennsku. Nemendur eiga að mæta samkvæmt stundatöflu í skólann en fara síðan á Ísafjörð, en skipið lætur úr höfn kl. 9:00. Nemendur eiga að taka með sér hlýjan fatnað. Birgir húsvörður fer með þeim á sjóinn.

Skólastjóri

ţriđjudagurinn 9. desember 2008

Foreldraviđtöl og Jólagrín

Fimmtudaginn 18. desember n.k. eru foreldraviðtöl fyrir hádegi. Foreldrar/forráðamenn mæta þá í skólann, ásamt barni í viðtalstíma til umsjónarkennara, en viðtalstími hvers og eins verður sendur heim með góðum fyrirvara.

Klukkan 16:00 (4) sama dag verður hin árlega Jólagrínsskemmtun haldin á sal skólans. Þar skemmta nemendur og foreldrar sér saman á margvíslegan hátt. Allir velkomnir

Fleiri fréttir

Vefumsjón