ţriđjudagurinn 26. janúar 2010

Ţorrablót

Hið árlega þorrablót Súðavíkurskóla verður haldið á sal skólans föstudaginn 29. janúar n.k. kl. 17:00
Söngur, glens og gaman að hætti nemenda og foreldra. Allir velkomnir.

ţriđjudagurinn 12. janúar 2010

Ţorrablót

Gleðilegt ár kæru lesendur, þá er hefðbundið skólahald og kennsla komin á gott skrið eftir jólafrí. Nú styttist óðum í árlegt þorrablót Súðavíkurskóla en það verður haldið á sal skólans, föstudaginn 29. janúar næst komandi.  Skemmtunin er í höndum foreldra en á hverju ári eru kosnir 2 bekkjarfulltrúar út röðum foreldra fyrir hverja deild og skipulag og framkvæmd í þeirra höndum.

ţriđjudagurinn 8. september 2009

Fjallganga

Nemendur 8.-9. og 10. bekk fóru í fjallgöngu ásamt kennara sínum Jónu Ben. Gengið var á Sauratinda, þrátt fyrir þoku með köflum létu nemendur ekki deigan síga og sigruðu tindinn góða.

Fleiri fréttir

Vefumsjón