föstudagurinn 26. mars 2010

Gleđilega páska

Kæru foreldrar/forráðamenn

Í dag 26. mars er síðasti skóladagur fyrir páskafrí. Nemendur eiga að mæta aftur í skólann þriðjudaginn 6. apríl samkvæmt stundaskrá. Þið hafið eflaust orðið vör við hjá ykkar barni/börnum að æfingar fyrir árshátíðina eru hafnar hvað varðar texta flutning og söng. Að þessu sinni var ákveðið að taka hið geysivinsæla leikrit "Kardimommubærinn" í styttri útgáfu þó. Endilega farið yfir texta og söng með börnunum, þar sem það á við í páskafríinu ef hægt er.
Ekki er endanlega búið að ákveða dagsetningu fyrir árshátíðina og verður það auglýst strax og það liggur fyrir. Að lokum óska ég öllum gleðilegra páska. 
Skólastjóri

mánudagurinn 1. mars 2010

Foreldrafćrninámskeiđ

Nú er ný lokið foreldrafærninámskeiði í Súðavíkurskóla í aðferðum uppbyggingar sjálfsaga. Námskeiðið var í fjórum hlutum, tveir klukkutímar í senn. Farið var í grunn hugmyndafræðinnar þannig að foreldrar geti nýtt sér hana í daglegum samskiptum við börn sín, einnig var fólk hvatt til þess að skoða eigin framkomu. Einnig var rætt um lífsgildi og foreldrar í Súðavík voru sammála um að öryggi, virðing og heiðarleiki væru mikilvægustu gildin. Mæting á námskeiðið var mjög góð og lang flestir voru mjög ánægðir. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Anna Lind og Jóna.

föstudagurinn 26. febrúar 2010

Súđavíkurskóli vinnur 'Lífshlaupiđ'

Í dag 26. febrúar fór fram lokahátíð og verðlaunaafhending í hátíðarsal KSÍ fyrir Lífshlaupið. Súðavíkurskóli varð í fyrsta sæti fyrir skóla með 5 - 40 nemendur. Nemendur og starfsfólk hefur lagt mikið á sig undan farnar vikur og hefur nú uppskorið eins og það sáði:) Meðal verkefna hjá öllum voru; gönguferðir, hjólaferðir, sleðaferðir, dans, líkamsrækt, fótbolti og ýmsir leikir bæði úti og inni.
Ég vil óska öllum nemendum og starfsmönnum skólans hjartanlega til hamingju með þennan  frábæra árangur.

Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón