Gleđilega páska
Kæru foreldrar/forráðamenn
Í dag 26. mars er síðasti skóladagur fyrir páskafrí. Nemendur eiga að mæta aftur í skólann þriðjudaginn 6. apríl samkvæmt stundaskrá. Þið hafið eflaust orðið vör við hjá ykkar barni/börnum að æfingar fyrir árshátíðina eru hafnar hvað varðar texta flutning og söng. Að þessu sinni var ákveðið að taka hið geysivinsæla leikrit "Kardimommubærinn" í styttri útgáfu þó. Endilega farið yfir texta og söng með börnunum, þar sem það á við í páskafríinu ef hægt er.
Ekki er endanlega búið að ákveða dagsetningu fyrir árshátíðina og verður það auglýst strax og það liggur fyrir. Að lokum óska ég öllum gleðilegra páska.
Skólastjóri