Gengiđ á Bardaga
Í morgun fóru 10 nemendur úr 7.-10.bekk ásamt Jónu og Önnu Lind upp á Bardaga. Ferðin tók 3 tíma í allt og gekk ljómandi vel. Aðrir nemendur skólans og kennarar fóru í göngu um þorpið og enduðu í Raggagarði við mikla ánægju. Á morgun verður síðan farið fyrir ofan þorpið og gróðursettar 150 plöntur að því loknu verða leikir á skólalóðinni og grill á eftir. Það er síðan á miðvikudaginn 2. júní klukkan 16:00 sem skólaslit verða á sal skólans, allir velkomnir.