ţriđjudagurinn 20. apríl 2010

Ađ fćra umrćđu um gildi út í samfélagiđ

17. apríl sl. var haldin ráðstefna á vegum Skólaþróunarsviðs hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. Hún bar heitið "Að efla manneðlið í heild sinni - lýðræðislegt samstarf í skólastarfi, sjálfstæð hugsun nemenda og hæfni til  samstarfs við aðra". Á þessari ráðstefnu átti Súðavíkurskóli tvo fulltrúa sem fluttu erindi sitt á málstofu og nefndu það "Að færa umræðu um gildi út í samfélagið - Hefur það eitthvað með lýðræði að gera?"


Ástæða þessa erindis má rekja til foreldrafærni námskeiðs sem þessir fulltrúar héldu í febrúar sl, fyrir alla foreldra í Súðavík.  Erindi þetta er birt í heild sinni undir tenglinum SKRÁR hér til vinstri sem og niðurstöður spurningalista sem lagður var fyrir foreldra á námskeiðinu. Fulltrúar skólans voru Anna Lind og Jóna og voru þær hæstánægðar með málstofuerindið.

ţriđjudagurinn 20. apríl 2010

Frí í skólanum 22. og 23. apríl

Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn 22. n.k. og er frí í skólanum. Föstudaginn 23. n.k. verður einnig gefið frí í skólanum og er það vegna þess að árshátíð skólans var haldin á laugardegi til þess að allir kæmust. Það er því "löng helgi" hjá öllum í Súðavíkurskóla. Ég óska öllum gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn.


Skólastjóri

miđvikudagurinn 14. apríl 2010

Árshátíđin

Nú er nýafstaðin árshátíð Súðavíkurskóla en hún var haldin með pomp og prakt í Samkomuhúsinu 10. apríl sl og að henni lokinni var boðið upp á kaffi og kökuhlaðborð í skólanum. Að þessu sinni var leikritið Kardimommubærinn leikið af mikilli snild og tóku allir nemendur skólans þátt. Foreldrar sáu um kaffiveitingarnar. Þetta tókst með afburðum vel og verður leikritið sett á mynddisk sem nemendur koma til með að selja á sanngjörnu verði.


Ég óska nemendum og öllum þeim sem komu að þessari uppákomu hjartanlega til hamingju með gott verk.


Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón