miđvikudagurinn 3. febrúar 2010

Súđavíkurskóli skráđur í 'Lífshlaupiđ'

Lífshlaupið er átaks- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Megin markmið verkefnisins er að hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig og tileinka sér heilbrigða lífshætti.


Nú höfum við skráð Súðavíkurksóla í Lífshlaupið þ.s. allir ætla að taka þátt í þessu verkefni bæði nemendur og starfsmenn. Nemendur eru hvattir til þess að hreyfa sig að minnsta kosti í eina klukkustund á dag og starfsmenn að lágmarki hálftíma á dag. Umsjónarkennarar halda utan um þetta og skrá tíma hvers og eins í tölvu. Bréf um málið hefur verið sent á hvert heimili og er það von okkar að foreldrar hjálpi til við þetta verkefni og hvetji börn sín til hreyfingu. Þá þurfa foreldrar að halda utan um skráningu barna sinna um helgar eða koma þeim upplýsingum til umsjónarkennara á mánudegi. Lífshlaupið hófst í dag og stendur til 23. feb n.k.


Unglingadeild (8. - 10.b) skólans ásamt kennara hófu verkefnið í dag með því að hjóla í 40 mínútur, 4.-7.b fór í leiki í 40 mínútur með kennurum og yngsta deildin (0.-2.b) fór í fjöruferð í eina kennslustund ásamt kennara. Góð byrjun þetta.

ţriđjudagurinn 2. febrúar 2010

Fótboltaćfingar falla niđur

Vegna þorrablóts Slysavarnarfélagsins sem haldið verður í íþróttahúsinu n.k. laugardag, falla allar fótboltaæfingar niður eða til miðvikudagsins 10. febrúar.
Kveðja Halldór þjálfari

ţriđjudagurinn 2. febrúar 2010

Sólstafir í heimsókn

Í dag koma hingað í skólann, konur frá Sólstöfum og verða með lífsleiknifræðslu fyrir unglingana. Nemendum verður kynjaskipt í 2 hópa og hefst fræðslan eftir hádegi.

Fleiri fréttir

Vefumsjón