miđvikudagurinn 17. febrúar 2010

Lífshlaupiđ

Í dag fóru elsta-og miðdeild út að leika sér í snjónum.  Það var svolítið kalt en gleðin náði samt yfirhöndinni eins og sjá má á þessari mynd.

sunnudagurinn 14. febrúar 2010

Ţegar Hólmfríđur kom í heimsókn

Hin frábæra fótlboltamær Hólmfríður Magnúsdóttir kom í heimsókn fyrir stuttu til Súðavíkur, í boði Geisla. Hún eyddi laugardeginum með bróðurparti allra barna í þorpinu á fótboltaæfingum. Það ríkti mikil gleði, áhugi og einbeiting á æfingunum en Halldór Jónbjörnsson þjálfari á allan heiðurinn af þessari heimsókn sem tókst vel í alla staði. Sjón er sögu ríkari en hér koma nokkrar myndir:)

föstudagurinn 5. febrúar 2010

6. bekkur vinnur ávaxtaveislu

Það kom skemmtilega á óvart þegar tilkynning barst í morgun til Súðavíkurskóla að 6. bekkur hefði unnið ávaxtaveislu frá Ávaxtabílnum. Er þetta í tengslum við Lífshlaupið sem allir í skólanum eru skráðir í og hefur gengið vel að fá alla til að hreyfa sig. Til hamingju allir.
Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón