föstudagurinn 22. maí 2009

7. bekkur -glćsilegur árangur

Loksins fá nú allir að sjá þetta frábæra velunna verkefni sem nemendur okkar í 7.bekk hlutu annað sætið fyrir í samkeppni um "reyklausan bekk". Myndin er unnin með blandaðri tækni af öllum fimm nemendum bekkjarins undir stjórn kennara þeirra Dagbjartar Hjaltadóttur sem bæði er myndlistarkennari skólans sem og umsjónarkennari þessa nemenda.
Frábær árangur, til hamningju enn og aftur:)

Evrópusamkeppni meðal reyklausra 7. og 8. bekkja í skólum landsins er lokið í ár. Bekkirnir kepptu að venju um lokaverðlaun, ferð til Danmerkur fyrir allan bekkinn, auk 2. og 3. sætis. Í ár tóku 324 skólar þátt og 100 lokaverkefni bárust, og hafa þau aldrei verið fleiri. 1. sæti hlaut 8. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar.
Þetta er tíunda árið í röð sem Íslendingar taka þátt í þessu Evrópuverkefni. Í ár tóku 324 bekkir víðsvegar um landið þátt, og 100 lokaverkefni bárust. Áberandi mörg lokaverkefnanna voru mjög vel unnin, sem gladdi dómnefnd en gerði henni einnig erfitt fyrir.
Að lokum komst dómnefnd þó að eftirfarandi niðurstöðu:
1. sæti; Danmerkurferð: 8. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar.
2. sæti; iPod Nano fyrir alla í bekknum: 7. bekkur Súðavíkurskóla
Ég vil fyrir hönd Súðavíkurskóla óska okkar nemendum og kennara þeirra innilega til hamingju með þennan frábæra árangur

Skólastjóri

miđvikudagurinn 22. apríl 2009

Bekkjarferđ 6.-7.bekkjar

Síðasta laugardag (18.sl) fóru bekkjarfulltrúar 6. og 7. bekkjar þær Sigurdís og Anne Berit, með krakkana til Þingeyrar. Þar var m.a. farið á reiðnámskeið og í sund. Á leiðinni heim aftur voru nokkrar brekkur prufukeyrðar á snjóþotum. Krökkunum þótti ferðin frábær í alla staði. Frábært framtak hjá bekkjarfulltrúunum.

miđvikudagurinn 22. apríl 2009

Gleđilegt sumar

Fimmtudaginn 23. apríl er sumardagurinn fyrsti og frí í skólanum. Föstudaginn 24. apríl er einnig frí í skólanum þar sem við vorum með árshátíð skólans á laugardegi, þá tökum við okkur frí einn virkan dag í staðinn.
Við óskum öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn.

Starfsfólk Súðavíkurskóla

Fleiri fréttir

Vefumsjón