mánudagurinn 23. mars 2009

Undirbúningur árshátíđar

Nú eru allir nemendur og kennarar á fullu við að undirbúa árshátíð skólans. Þema árshátíðarinnar er "´Sjómannslíf hér áður og fyrr" þar sem nemendur leika og syngja gömul sjómannalög. 
Skemmtunin verður haldin í Samkomuhúsinu laugardaginn 28.mars n.k. kl. 14:00.  Að henni lokinni býður foreldrafélagið upp á kaffi og meðlæti á sal skólans. 
Aðgangseyrir er greiddur inn í skóla og er 1000.-kr fyrir 17 ára og eldri og 500.-kr fyrir börn 6 - 16 ára. 
Leikskólabörn og eldriborgarar fá frítt inn.

Það er von okkar allra að sem flestir sjái sér fært að mæta og sjá þessa frábæru sýningu:)

mánudagurinn 23. mars 2009

Vinaviku lokiđ

Vinavika í Súðavíkurskóla hófst mánudaginn 16.mars sl og stóð alla þá viku. Að þessu sinni var sameiginlegt verkefni að búa til vináttuþorp þ.s. allir bjuggu til sitt "vináttu" hús og sett var upp í skólanum, húsin urðu samtals 48 og skreyta nú veggi skólans og eru mikil prýði. Á mánudeginum drógu allir sinn leynivin sem þeir glöddu á hverjum degi með ýmsum gjöfum. Allir bjuggu til barmmerki sem tengdist vináttu og báru alla vikuna. Á föstudeginum varð síðan uppljóstrað hver átti hvern sem vin og afhendir þá hver sitt barmmerki til síns vinar.  Vináttuvikan tókst vel í alla staði og var ekki annað að sjá og heyra en að allir hafi skemmt sér konunglega þessa viknuna.

mánudagurinn 23. mars 2009

Stóra upplestrarkeppnin

Á hverju ári er haldin "Stóra upplestrarkeppnin"  þar sem nemendur úr 7. bekk frá öllum grunnskólum landsins taka þátt. Súðavíkurskóli átti einn keppanda að þessu sinni og það var hann Slavyan Yordanov Yordanow. Keppnin fór fram sl. föstudagskvöld í Hömrum þar sem keppendur frá öllum grunnskólum á Vestfjörðum tóku þátt. Slavyan stóð sig með mikilli prýði og lenti í öðru sæti í keppninni en kosið er í 3 fyrstu sætin.
Ég vil fyrir hönd Súðavíkurskóla óska Slavyani hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur, hann er skólanum til mikils sóma.

Skólastjóri

Fleiri fréttir

Vefumsjón