sunnudagurinn 9. nóvember 2008

Norrćna Skólahlaupiđ

Kátir krakkar á hlaupum
Kátir krakkar á hlaupum

Föstudaginn 7. nóvember þreyttu nemendur Súðavíkurskóla hið árlega skólahlaup.  Veður var eins og best verður á kosið á þessum árstíma.  Hægt var að velja um þrjár vegalengdir, frá skólanum og inn að Hlið, Lækjarhóli eða Svarthamri.  Flestir létu sér nægja að hlaupa inn að Hlíð og til baka, en nokkrir hraustustu krakkarnir fóru alla leið inn að Svarthamri og til baka.  Nemendur voru að vonum svangir þegar þeir komu til baka og þá var kærkomið að fá fisk í ofni hjá Óskari.

fimmtudagurinn 6. nóvember 2008

Forvarnardagurinn

Í dag var forvarnardagur í grunnskólum landsins, unglingarnir í  Súðavíkurskóla tóku þátt eins og aðrir.  Allir nemendur áttu að taka þrjú atriði til umræðu og hér koma umræðuefnin og svör nemenda í skólanum okkar.   A) Hvað mynduð þið vilja gera oftar með fjölskyldum ykkar?  Svör: Fara á veiðar, í tjaldferðir, sumarbúðaferðir, gönguferðir, tína ber og hafa bökunarkvöld.  B)  Hverjar telur þú vera helstu ástæður þess að krakkar taka þátt í skipulögðu íþrótta - og tómstundastarfi?  Svör: Vegna áhuga, heilsufars og til að forða sér frá fíkniefnum.  C)  Hvað græðir þú á því að drekka ekki áfengi á unglingsárum? Svör:  Þroskast betur bæði líkamlega og andlega.

föstudagurinn 31. október 2008

Spilavist

Nemendur 6.-10. bekkjar æfðu sig í félagsvist í morgun.  Nemendur voru áhugasamir og hlakka til að geta tekið þátt í almennri félagsvist í þorpinu.  Við gerum ráð fyrir að næsta æfing í spilamennskunni hjá okkur verði föstudaginn 7. nóvember klukkan 9:45.  Ef einhverjir íbúar þorpsins eiga lausa stund og vilja koma og vera með okkur eru þeir velkomnir.

Fleiri fréttir

Vefumsjón