ţriđjudagurinn 5. desember 2006

Mögnuđ vatnsveita! - Sýning í Álftaveri

Á ţaki dćluhússins
Á ţaki dćluhússins

Nemendur 4. - 5. bekkjar hafa, ásamt kennara sínum, verið að rannsaka hina stórmerkilegu vatnsveitu Súðavíkur. Vatnsveitan er afar sérstæð vegna þess að neðanjarðar er stór berggangur (stærri en Kínamúrinn segja börnin) sem virkar eins og stífla og safnar vatni úr jarðlögum. Þessu hreina og góða vatni er síðan dælt upp í risastóran safntank sem grafinn er jörð. Nú þurfa Súðvíkingar ekki lengur súpa seyðið af fuglaskít og öðru verra sem gjarnan má finna í yfirborðsvatni.

...
Meira
mánudagurinn 4. desember 2006

Prófin hafin

Þá er komið að haustprófum hér í Súðavíkurskóla. Próftöfluna getið þið nálgast undir liðnum skrár hér til hliðar. Prófin eru að sumu leyti tekin í hefðbundnum kennslustundum en að öðru leyti á prófdögum.

fimmtudagurinn 23. nóvember 2006

Íţróttahátíđ á Ţingeyri

Nú er spenningur nemenda í 1.-7. bekkjar að nálgast hámark, því að á morgun munu þeir halda til Þingeyrar til keppni í alls kyns óhefðbundnum þrautum.  Meðal þrauta má nefna dýnusipp, pokakast, nefrennsli, boltarennsli möndluspýtingar, blöðrukast, minigolf, millifærslu og bakfærslu.  Dagskráin hefst um kl.  08.40 og stendur til 12.30.  Auk þess sem nemendur keppa innbyrðis, munu þeir etja kappi við kennara í ýmsum greinum.  Það verður því keppni, grín, fjör og læti á Þingeyri á morgun. 

Fleiri fréttir

Vefumsjón