miđvikudagurinn 14. desember 2016
Nú fer að styttst í jólafrí allra nemenda og starfsmanna Súðavíkurskóla. Lokadagarnir verða eftirfarandi:
Föstudagurinn 16. desember Starfsdagur kennara grunnskólans og tónlistarskólans
Föstudagurinn 16. desember Nemendur og starfsmenn leikskólans bjóða foreldrum í foreldrakaffi.
Sunnudaginn 18. desember eru jólatónleikar tónlistardeildarinnar sem haldnir eru klukkan 14:00 á sal skólans og allir velkomnir.
Mánudagurinn 19. desember Foreldraviðtöl í grunn- og tónlistarskólanum sjá tímatöflu sem send var heim. Nemendur og starfsmenn leikskólans fara á Melrakkasetrið og fá sér heitt súkkulaði og meðlæti. Seinni part dags eða klukkan 17:00 er hið árlega Jólagrín allra nemenda skólans. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Þriðjudagurinn 20. desember Allir nemendur og starfsmenn skólans halda litlu jólin hátíðleg. Grunnskólanemendur eiga að mæta klukkan 10:00 í betri fötum og mæta með drykk og nammi, ásamt gjöf og kerti. Starfsmenn skólans borða saman í hádeginu og skiptast á gjöfum, meðan hafa nemendur unglingadeildarinnar ofan fyrir leikskólanemendum.
Þá eru nemendur og starfsmenn grunnskólans komnir í jólafrí:)
Miðvikudaginn 21. desember er síðasti vinnudagur á leikskólanum, en þá er nemendum á leikskólanum boðið upp á jólabíó í skólanum ásamt poppi og svala. Þá eru allir í Súðavíkurskóla komnir formlega í jólafrí.
Skóli hefst aftur á nýju ári, mánudaginn 2. janúar með starfsdegi allra starfsmanna Súðavíkurskóla. Allir nemendur skólans mæta í skólann þriðjudaginn 3. janúar 2017.
Ég vil óska öllum nemendum, starfsmönnum og foreldrum Súðavíkurskóla, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kæru þakklæti fyrir það sem liðið er, með von um frábært skólaár 2017. Jólakveðja, Anna Lind