föstudagurinn 20. janúar 2017

Skólinn fer vel af stađ

Það sem af er janúar hefur skólahald gegnið vel og með sínum hætti. Næsta uppákoma verður föstudaginn 27.n.k. en þá verður Þorrablót skólans haldið á sal skólans. Foreldrar sjá um þennan viðburð með nemendum skólans og eru það bekkjarfulltrúarnir sem halda utan um herlegheitin. Mikil tilhlökkun er fyrir þessari uppákomu. 

miđvikudagurinn 14. desember 2016

Síđustu dagar fyrir jólafrí

Nú fer að styttst í jólafrí allra nemenda og starfsmanna Súðavíkurskóla. Lokadagarnir verða eftirfarandi:

Föstudagurinn 16. desember  Starfsdagur kennara grunnskólans og tónlistarskólans

Föstudagurinn 16. desember  Nemendur og starfsmenn leikskólans bjóða foreldrum í foreldrakaffi.

 

Sunnudaginn 18. desember eru jólatónleikar tónlistardeildarinnar sem haldnir eru klukkan 14:00 á sal skólans og allir velkomnir.

Mánudagurinn 19. desember  Foreldraviðtöl í grunn- og tónlistarskólanum sjá tímatöflu sem send var heim. Nemendur og starfsmenn leikskólans fara á Melrakkasetrið og fá sér heitt súkkulaði og meðlæti. Seinni part dags eða klukkan 17:00 er hið árlega Jólagrín allra nemenda skólans. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Þriðjudagurinn 20. desember  Allir nemendur og starfsmenn skólans halda litlu jólin hátíðleg. Grunnskólanemendur eiga að mæta klukkan 10:00 í betri fötum og mæta með drykk og nammi, ásamt gjöf og kerti. Starfsmenn skólans borða saman í hádeginu og skiptast á gjöfum, meðan hafa nemendur unglingadeildarinnar ofan fyrir leikskólanemendum.

Þá eru nemendur og starfsmenn grunnskólans komnir í jólafrí:)

Miðvikudaginn 21. desember er síðasti vinnudagur á leikskólanum, en þá er nemendum á leikskólanum boðið upp á jólabíó í skólanum ásamt poppi og svala. Þá eru allir í Súðavíkurskóla komnir formlega í jólafrí.

Skóli hefst aftur á nýju ári, mánudaginn 2. janúar með starfsdegi allra starfsmanna Súðavíkurskóla. Allir nemendur skólans mæta í skólann þriðjudaginn 3. janúar 2017.

Ég vil óska öllum nemendum, starfsmönnum og foreldrum Súðavíkurskóla, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kæru þakklæti fyrir það sem liðið er, með von um frábært skólaár 2017.   Jólakveðja,  Anna Lind

 

miđvikudagurinn 7. desember 2016

Dansleikrit í Edinborgarhúsinu

1 af 2

Í blíðskaparveðri fóru nemendur í 1. - 5. bekk á danssýningu/leirit í Edinborgarhúsinu þann 7. desember, á vegum Íslenska dansflokksins, og hittu þar fyrir nemendur úr öllum nágrannaskólunum. Sýningin hét Óður og Flexa halda afmæli og var hin besta skemmtun. Mikið var hlegið og klappað og voru börnin hin ánægðustu með sýninguna.

Fleiri fréttir

Vefumsjón