ţriđjudagurinn 14. desember 2010

Piparkökubakstur

Það var mikið fjör hjá yngstu nemendum skólans þegar verið var að baka piparkökur. Þarna mátti sjá hinar ýmsu útfærslur af kökum og síðan voru þær skreyttar af mikilli snilld.

föstudagurinn 3. desember 2010

Lionsmenn gefa

Félagar úr Lions á Ísafirði komu færandi hendi á leikskóladeild Súðavíkurskóla og gáfu peningagjöf sem á eftir að koma að góðum notum sérstaklega núna fyrir jólin. Við þökkum Kára, Sigurði og öðrum Lionsmönnum kærlega fyrir gjöfina. 

Skólastjóri

miđvikudagurinn 17. nóvember 2010

Dagur íslenskrar tungu

Þriðjudaginn 16.nóv sl var dagur íslenskrar tungu og afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar skálds. Það var ýmislegt gert Í tilefni dagsins m.a. sungu leikskólanemendur og grunnskólanemendur sögðu frá skáldinu og lásu ljóð eftir hann.

Fleiri fréttir

Vefumsjón