föstudagurinn 17. desember 2010

Jólakveđja

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári,
með þökk fyrir allt það liðna.


Starfsfólk Súðavíkurskóla

föstudagurinn 17. desember 2010

Jólagrín í Súđavíkurskóla

Hið árlega jólagrín Súðavíkurskóla var haldið í gær á sal skólans. Dagskráin var afar fjölbreytt og þarna mátti m.a. sjá "Djáknan á myrká" fluttan á glærusýningu með klippimyndum ásamt undirspili, jólasveinaleikrit, söng leikskólanema og uppreisn í skólastofu hjá unglingum. Allir nemendur skólans tóku þátt og virtust allir skemmta sér konunglega bæði leikendur og áhorfendur.

miđvikudagurinn 15. desember 2010

Jólatónleikar tónlistardeildar Súđavíkurskóla

Í gær 14. desember voru haldnir jólatónleikar tónlistardeildar Súðavíkurskóla. Það voru 11 nemendur sem sungu og spiluðu sig inn í hjörtu viðstaddra með mikilli prýði. Kennarar og aðstendendur gátu verið afar stollt af sínu fólki, til hamingju krakkar með frábæra tónleika.

Fleiri fréttir

Vefumsjón