föstudagurinn 20. maí 2011

Fimm ára nemendur í útskriftarferđ

Fjórir fimm ára nemendur leikskóladeildar fóru í útskriftarferð til Bolungarvíkur og fóru m.a. á Náttúrugripasafnið. Það var mikil upplifun, ýmislegt skoðað og gert. Ferðin endaði með því að borða á veitingastaðnum Ömmu Habbý í Súðavík og allir voru hæst ánægðir.

föstudagurinn 20. maí 2011

Síđasti kennsludagur

Í dag var síðasti hefðbundinn kennsludagur í Súðavíkurskóla. Af því tilefni mættu nemendur í unglingadeildinni prúðbúnir og þá sérstaklega nemendur í 10.bekk en þeir eru að útskrifast úr skólanum á næsta fimmtudag.

miđvikudagurinn 6. apríl 2011

Palestínumenn í heimsókn

Tveir paletínskir menn á vegum Rauða krossins komu í heimsókn í skólann okkar í mars. Þeir eru sjúkraliðsmenn og vinna við að bjarga fólki í stríðshrjáðum löndum. En þeir eru líka listamenn og bregða sér í gervi trúða og kynna starf sitt á þann hátt. Þeir vöktu mikla kátínu hérna og allir skemmtu sér vel. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Fleiri fréttir

Vefumsjón