mánudagurinn 4. apríl 2011

Árshátíđ Súđavíkurskóla

Síðasta laugardag var árshátíð Súðavíkurskóla haldin með pomp og prakt í Samkomuhúsinu. Þar sýndu nemendur valin atriði úr söngleiknum Grease. Sýningin tókst vel í alla staði og eiga nemendur og starfsmenn skólans mikinn heiður fyrir frábært verk. Heimamenn gerðu sér lítið fyrir og skipuðu hljómsveit til þess að spila undir verkið og hafði hún að skipa Rúnu Esradóttur, Jóhönnu Rúnarsdóttur, Eggerti Nieleson öll starfandi í tónlistardeild skólans, Sveinbirni Dýrmundssyni kennara, Lindu Lee starfsmanni á leikskóladeild, Michel Nieleson og Hauki Þorsteinssyni öðru nafni "skundi litli". Þá var hin frábæri danskennari Eva Friðþjófsdóttir fengin til að kenna dansana. Ég vil þakka öllum sem komu að sýningunni fyrir frábært framtak, sýningin var stórkostleg.

Skólastjóri

mánudagurinn 4. apríl 2011

Súđavíkurskóli sigursćll

Nemendur Súðavíkurskóla gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrstu verðlaun í Lífshlaupinu annað árið í röð. Þeir lögðu hart að sér alla daga vikunnar og uppskáru eins og þeir sáðu. Þá tóku starfsmenn þátt í fyrsta skiptið og urðu í öðru sæti fmeð flesta daga og í þriðja sæti fyrir flestar mínútur undir flokknum, fyrirtæki með 1-19 starfsmenn.
Það urðu mikil fagnaðarlæti í skólanum þegar tilkynningar bárust frá ÍSÍ og í tilefni þessa bauð Súðavíkurhreppur öllum uppá drykki og kökur. Þá fékk Súðavíkurskóli 100.000.-krónur hvatningarverðlaun frá Súðavíkurhreppi. Við þökkum kærlega fyrir okkur og reynum að standa okkur eins vel að ári.

fimmtudagurinn 3. febrúar 2011

Lífshlaupiđ

Þá er Lífshlaupið hafið og stendur yfir frá 2. - 22. febrúar. Nemendur Súðavíkurskóla tóku þátt í fyrsta skiptið í fyrra og gerðu sér lítið fyrir og unnu keppnina. Að sjálfsögðu ætla allir að leggja hart að sér aftur og gera sitt besta. Þá hafa allir starfsmenn skólans tekið höndum saman og búið til lið sem ber nafnið Hlaupagikkir, þar ætla líka allir, aðsjálfsögðu, að gera sitt besta. En þetta er í fyrsta skiptið sem við keppum í "Vinnustaðakeppni" undir merkjum Súðavíkurskóla.

Fleiri fréttir

Vefumsjón