fimmtudagurinn 25. janúar 2007

Nýjar myndir

Ţetta kallar mađur sniđglímu á lofti !
Ţetta kallar mađur sniđglímu á lofti !

Þá eru komnar nokkrar nýjar myndir inn á vefinn sem þið getið nálgast hér á myndatenglinum. Þar má m.a. finna myndir af Jólagríni, vinavikunni og nokkrar skemmtilegar myndir af glímukynningu sem fram fór þann 5. janúar síðastliðinn.

ţriđjudagurinn 23. janúar 2007

Vinavika

Vikan 22. til 26. janúar hefur verið valin sem vinavika hér í Súðavíkurskóla að þessu sinni.  Þá er sérstök áhersla lögð á að nemendur séu skemmtilegir og góðir við hvorn annan (eins og venjulega) auk þess sem hinn sívinsæli leynivinaleikur fer fram.  Leikurinn hefst með því að nemendur draga úr hatti nafn einhvers nemenda eða kennara, sem þeir eiga síðan að gleðja a.m.k. einu sinni daglega út vikuna.  Mikil leynd ríkir yfir því hver er leynivinur hvers en í lok vikunnar er það hins vegar kunngert með því að nemendur afhenda sínum leynivini spjald sem þeir hafa föndrað í tilefni vinavikunnar.  Vinavikan hefur farið vel af stað og vonumst við til að það verði framhald á því.  

Með vinakveðju, 
     kennarar Súðavíkurskóla

fimmtudagurinn 14. desember 2006

Foreldraviđtöl

Þá er haustprófum lokið og komið að foreldraviðtölum sem fram fara á morgun 15. desember.  Nemendur hafa þegar fengið miða með sér heim þar sem greint er frá því hvenær viðkomandi á að mæta með aðstandanda/endum sínum.

Dagskráin í framhaldinu verður síðan á þann veg, að á mánudaginn 18. des., mæta allir með litina sína, skæri og lím í skólann kl. 08.10 því við ætlum að föndra aðeins.  Jólagrín skólans verður síðan haldið þriðjudaginn 19. desember og hefst það stundvíslega kl. 16.00.  Að endingu verða litlu jólin haldin miðvikudaginn 20. des. milli kl. 10.00 og 12.00.  Nemendur skulu þá mæta með sparinesti (nammi og gos ef þeir vilja), kerti og jólapakka (að verðmæti allt að 500 kr.).

Við kennarar og annað starfsfólk skólans viljum koma á framfæri þökkum til nemenda og aðstandenda fyrir samstarfið á árinu og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.

Fleiri fréttir

Vefumsjón