ţriđjudagurinn 14. nóvember 2006

Reyklaus bekkur

Nemendur 7.-8. bekkjar hafa nú undirritað samning þess efnis að þeir ætli sér að vera reyklausir út þetta skólaár og vonandi til frambúðar. Á alþjóðavísu heitir samkeppnin „Smokefree Class Competition", en nánari upplýsingar um keppnina má nálgast á www.lydheilsustod.is. Í ár munu yfir 20 Evrópuþjóðir taka þátt í keppninni. Glæsileg verðlaun í boði en meðal annars getur einn bekkur unnið utanlandsferð fyrir bekkinn næsta vor.

miđvikudagurinn 8. nóvember 2006

Fyrirlestur um einelti

Þriðjudaginn 7. nóv. hlýddu nemendur og kennarar Súðavíkurskóla á fyrirlestur Stefáns Karls Stefánssonar leikara um einelti. Hefðbundin kennsla féll niður á meðan fyrirlesturinn var sendur út, en hann var sendur í gegnum internetið frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Um kvöldið mættu svo foreldrar og forráðamenn í skólann til að hlusta á Stefán Karl. Fyrirlestrarnir þóttu afbragðs góðir og vera þarft innlegg eineltisumræðuna.

ţriđjudagurinn 24. október 2006

Ný heimasíđa Súđavíkurskóla

Jæja, þá er loksins komið að því að heimasíðan hefur verið uppfærð.  Hún hefur með þessu verið löguð aðeins betur að nútímanum bæði í útliti og hönnun.  Við vonumst til að sem flestir séu ánægðir með þetta nýja útlit og hvetjum ykkur til að láta ljós ykkar skína í gestabókinni. 
Með kveðju, 
kennarar Súðavíkurskóla

Síđa 88 af 88

Fleiri fréttir

Vefumsjón